Tilkynna kynferðisbrot, einelti eða aðra óæskilega hegðun
Ægir leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé öruggt, heilbrigt og uppbyggilegt umhverfi fyrir alla iðkendur, foreldra, þjálfara og sjálfboðaliða. Allir eiga rétt á því að njóta íþróttastarfs án ótta við einelti, áreitni, ofbeldi eða aðra óæskilega hegðun.
Hafi þú orðið fyrir eða orðið vitni að einelti, kynferðislegri áreitni eða öðru ofbeldi í tengslum við íþrótta- eða æskulýðsstarf er mikilvægt að vita að þú ert ekki einn og að hjálp er í boði. Hér fyrir neðan er tengill á Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs þar sem hægt er að fá ókeypis, trúnaðarmiðaða ráðgjöf og aðstoð.

Samskiptaráðgjafi
Hefur orðið fyrir eða orðið vitni að einelti, kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi í íþróttum eða æskulýðsstarfi.
Tilkynna rafrænt
Þú getur fyllt út formið hér og sent tilkynningu um atvik. Svo verður haft samband við þig um næstu skref.