Þjálfarar:
Bjarni Rúnar og Védis Kolka
Æfingatímar:
Fimmtudagar: kl. 16:15–17:00
Foreldraráð:
Unnur Ásbergsdóttir
Erla Sif Markúsdóttir
Andri Gunnarsson
Í 8. flokki æfa drengir og stúlkur saman. Áherslan er fyrst og fremst á gleði, hreyfingu og jákvæða upplifun en ekki sérhæfða knattspyrnuþjálfun. Æfingarnar eru fjölbreyttar og leikrænar og miða að því að börnin öðlist traustan grunn í hreyfifærni og félagsþroska.
Helstu áherslur
- Fyrstu skref í grunnatriðum knattspyrnu
- Fjölbreyttar æfingar sem efla almenna hreyfifærni
- Æfingar sem reyna á fínhreyfingar og grófhreyfingar
- Jafnvægi, samhæfing og styrkur í gegnum leik
- Æfingar í stöðvum og litlum hópum
- Stórir hreyfihringir sem reyna á marga þætti
- Æfingar settar fram í formi leikja
- Börnin læra helstu umgengnisreglur í íþróttahúsi
- Efling félagsþroska og samvinnu
- Jákvæð upplifun af íþróttaiðkun í forgrunni
Markmið flokksins er að börnin tengi hreyfingu og íþróttir við gleði, öryggi og vellíðan.
Þjálfari:
Torfi
Æfingar:
Miðvikudagar: kl. 15:00–15:45
Föstudagar: kl. 14:10–15:15
Foreldraráð:
Magnús Elfar Thorlacius
Unnur Ásbergsdóttir
Erla Sif Markúsdóttir
Í 7. flokki hefst markvissari knattspyrnuþjálfun, þar sem áhersla er lögð á grunntækni, knattaðlögun og leikræna nálgun. Æfingar fara fram í fámennum hópum og iðkendur snerta boltann sem oftast.
Helstu áherslur
- Grunnatriði knattspyrnutækni
- Knattaðlögun og fyrsta snerting
- Góður agi og umgengni á æfingum
- Leikgleði og virk þátttaka allra
Tækni
- Innanfótarspyrnur – þjálfun beggja fóta
- Móttaka knattar með fæti, ilinni og læri
- Knattrak með einföldum gabbhreyfingum
- Einföld gabb og stefnubreytingar
- Bætt fyrsta snerting og öryggi með bolta
Leikfræði
- Leikrænir smáleikir (1:1, 2:1, 2:2 o.fl.)
- Kynning á helstu leikreglum í gegnum leik
- Samvinna og samskipti í litlum hópum
Markmið flokksins er að byggja upp trausta grunntækni og kenna góða framkomu á æfingum og leikjum.
Þjálfarar:
Torfi og Halldór
Æfingar:
Mánudagar: kl. 15:10–16:10 (THB)
Þriðjudagar: kl. 14:05–15:00 (HSG)
Fimmtudagar: kl. 13:20–14:10 (THB)
Foreldraráð:
Júlía Káradóttir
Inga Jóna Bragadóttir
Hanna Björg
Í 6. flokki eykst kröfustigið og æfingar verða fjölbreyttari. Áhersla er á tækni, samhæfingu og einföld leikfræðileg atriði, aðallega í fámennum leikjum.
Tækni
- Innanfótar- og ristarspyrnur
- Spyrnur með höfði úr kyrrstöðu
- Móttaka knattar á jörðu og í lofti
- Skjól á knetti og líkamsstaða
- Knattrak með gabbhreyfingum
- Snúningar og stefnubreytingar
- Jafnvægi, taktur og samhæfing
- Að gera tvennt í einu (t.d. tveir knettir)
Leikfræði
- Smáleikir (1:1, 2:1, 2:2 o.fl.)
- Grunnatriði sóknar- og varnarleiks
- Samvinna, aðstoð og hreyfing án bolta
- Markskot eftir móttöku
- Föst leikatriði: innköst, horn og aukaspyrnur
- Grunnþjálfun markvarða samhliða öðrum æfingum
- Kynning á leikskipulagi í 5 manna knattspyrnu
Markmið flokksins er að styrkja tæknilega undirstöðu og skilning á einfaldri liðsheild.
Þjálfarar:
Torfi,
Halldór
Védis Kolka
Æfingar
Þriðjudagar: kl. 13:15–14:05 (HSG)
Laugardagar: kl. 10:00–11:00 (THB / VKJ)
Foreldraráð:
Þjálfari:
Halldór
Æfingar:
Mánudagar: kl. 15:10–16:10
Fimmtudagar: kl. 14:00–15:00
Föstudagar: kl. 14:05–15:15
Foreldraráð:
Rakel Guðmundsdóttir
Erla Rut Jónsdóttir
Sigríður Steinmóðsdóttir
Í 5. flokki verður þjálfun markvissari og tæknileg breidd eykst. Áhersla er lögð á fjölbreytta tækni, leikskilning og sjálfstraust.
Tækni
Fjölbreyttar spyrnur, með og án pressu
- Móttaka knattar með öllum líkamshlutum
- Skjól á knetti og líkamsbeiting
- Knattrak með gabbhreyfingum
- Snúningar og hraðabreytingar
- Samhæfing, jafnvægi og hröð hugsun
- „Knatt-freestyle“ til að efla sjálfstraust
Leikfræði
- Smáleikir og leikæfingar
- Samvinna í sókn og vörn
- Markskot við fjölbreyttar aðstæður
- Föst leikatriði
- Grunnþjálfun markvarða
- Kynning á leikskipulagi og leikkerfum í 7 manna knattspyrnu
- Leikstílar: uppbygging, pressa og boltahald
Markmið flokksins er að efla sjálfstæði iðkenda og breiðan tæknilegan grunn fyrir næstu aldursflokka.
Þjálfarar:
Jón Reynir
Nenad
Dimi
Æfingar:
Mánudagar: kl. 18:00–19:00 (JRS / DC)
Fimmtudagar: kl. 15:00–16:00 (DC / NZ)
Laugardagar: kl. 10:00–11:00 (JRS)
Foreldraráð:
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Erla Sif Markúsdóttir
Kristín Magnúsdóttir
Í 4. flokki er lögð áhersla á heildstæða knattspyrnuþjálfun, þar sem tækni, leikfræði, líkamleg geta og andlegur styrkur fara saman.
Tækni
- Fjölbreyttar spyrnur og markskot
- Móttaka undir pressu
- Skjól, gabb og snúningar gegn mótherja
- Knattrak og ákvarðanataka á ferð
- Samhæfing, jafnvægi og mýkt
- „Knatt-freestyle“ sem hluti af sjálfstrausti
Leikfræði
- Sóknar- og varnarleikur í smáum og stærri hópum
- Maður á mann, svæðisvörn og blandað kerfi
- Skipulag varnarleiks og pressa
- Föst leikatriði
- Sérhæfðari markvarðaþjálfun
- Leikkerfi í 11 manna knattspyrnu (t.d. 4-3-3, 4-4-2)
- Leikstílar: lág-, mið- og hápressa, uppbygging leiks
Markmið flokksins er að undirbúa iðkendur fyrir eldri flokka með faglegri, ábyrgri og metnaðarfullri þjálfun.
Þjálfarar:
Jón Reynir
Dimi
Nenad
Æfingar:
Mánudagar: kl. 18:00–19:00 (JRS / DC)
Fimmtudagar: kl. 15:00–16:00 (DC / NZ)
Laugardagar: kl. 10:00–11:00 (JRS)
Í 3. flokki eru iðkendur komnir á það stig að þeir eru almennt tilbúnir til að takast á við aukna líkamlega og tæknilega þjálfun. Á þessu aldursskeiði er lögð rík áhersla á markvissa knattspyrnuþjálfun, samhliða því að efla ábyrgð, sjálfstæði og heilbrigðan lífsstíl.
Iðkendur í 3. flokki eru hvattir til að taka aukna ábyrgð á eigin knattspyrnuiðkun, þar með talið þáttum sem snúa að hvíld, næringu, endurheimt og almennri vellíðan.
Hlutverk og ábyrgð
Iðkendur
- Efla bæði líkamlegan styrk og tæknilega færni
- Aðlagast auknum kröfum í æfingum og keppni
- Sýna sjálfstæði, aga og ábyrgð innan og utan vallar
Þjálfarar
- Efla leikskilning og leikfræði, með aukinni áherslu á 11 manna knattspyrnu
- Undirbúa iðkendur fyrir afreksmiðaða þjálfun
- Skapa faglegt, öruggt og uppbyggilegt æfingaumhverfi
Foreldrar
- Styðja við bakið á barni sínu og liði Ægis
- Sýna jákvætt viðmót og vera góðar fyrirmyndir
- Hvetja iðkendur til að axla ábyrgð á eigin þjálfun og framförum
Markmið 3. flokks
- Að viðhalda áhuga og hvetja iðkendur til að vinna markvisst að markmiðum sínum í knattspyrnu
- Að efla Ægis stolt:
- Kynna markmið og gildi félagsins
- Kynna sögu og menningu Ægis
- Vera fyrirmyndir fyrir yngri flokka
- Allir leikmenn í 3. flokki sækja dómararéttindi KSÍ
- Að bjóða upp á gæðamikla þjálfun við fjölbreyttar aðstæður
- Að vernda og styðja efnilega leikmenn með markvissum úrræðum (t.d. afrekshópar)
- Að efla leikskilning og dýpri leikfræðilegan skilning á 11 manna knattspyrnu
- Að vinna markvisst með tæknilega og taktíska þætti
- Að auka líkamlegan styrk og fótavinnu leikmanna
- Að leggja áherslu á liðleika, meiðslafyrirbyggjandi æfingar og endurheimt
- Að innprenta gildi félagsins í framkomu, æfingum og keppni
- Að skapa umhverfi þar sem allir fá tækifæri til að ná sínu besta
- Að efla samstöðu, liðsheild og jákvæð samskipti
- Að leggja áherslu á að fótbolti sé hluti af heilbrigðum lífsstíl
- Að efla leiðtogahæfni innan hópsins og fela leikmönnum ábyrgðarhlutverk
- Að sækja reglulega fræðslu og efla þjálfara innan flokksins
Samantekt
flokkur er lykilþrep í uppbyggingu leikmanna Ægis, þar sem færni, ábyrgð og metnaður fara saman. Markmiðið er ekki eingöngu árangur á vellinum, heldur að móta sterka einstaklinga og liðsheild sem standa fyrir gildi félagsins – innan vallar sem utan.
Skýringar
- Æfingar verða úti á meðan veður leyfir og færast svo inn í sal með haustinu – fylgist með á Abler appinu.
- Skráning fer fram á Abler
- ATH: Birt með fyrirvara um breytingar
