Veðrið lék svo sannarlega við Þorlákshafnarbúa þegar ný glæsilega stúka var vígð við Þorlákshafnarvöll. Strax á eftir lék meistaraflokkur síðan sinn fyrsta heimaleik þegar Dalvík/Reynir kom í heimsókn.
Ekki voru nú úrslitin í samræmi við veðrið því strákarnir töpuðu 2:3, vissulega vonbrigði. Ægismenn voru megnið af leiknum heldur sterkari aðilinn og hefðu átt að nýta betur nokkur ágætis færi og amk. eitt dauðafæri. En gestirnir nýttu sín færi vel og voru kannski óþarflega hættulegir þegar þeir nálguðust mark okkar manna.
Mörk Ægis skoruðu Liam sem kom okkur yfir á 23. mínútu og Ágúst Freyr sem skoraði úr víti á 66. mínútu.