Sigur og tap í helgarferð meistaraflokks til Akureyrar

6. apr 2014

| Garðar

Sigur og tap í helgarferð meistaraflokks til Akureyrar

20140404_195459 20140404_205811 (1) 20140405_130126 20140405_165603Meistaraflokkur lék tvo leiki um helgina í Lengjubikarnum á Akureyri.  Stór hópur leikmanna hélt norður en ferðin var einnig hugsuð sem hópefli fyrir komandi átök.

Á föstdagkvöld lék liðið gegn Magna.  Okkar menn voru betri aðilinn í leiknum sem tapaðist þó 2:3 en Magni fékk tvö víti og voru einum fleiri frá 44. mín.  Auk þess var dómari leiksins langt frá því að ráða við verkefnið.  Mörk Ægis skoruðu Ágúst Freyr og Daníel Rögnvaldsson.

Í gær lék liðið síðan gegn KF en báðir leikirnir fóru fram í Boganum.  Eins og í fyrri leiknum voru okkar menn sterkari aðilinn í leiknum þrátt fyrir að missa mann af velli í fyrri hálfleik, ótrúlegt tvo leiki í röð.  KF voru yfir 0:1 þar til á 78. mín þegar Þorkell Þráinsson jafnaði leikinn en það var síðan Daníel Rögnvaldsson sem skoraði sigurmark Ægis.