3. flokkur karla fékk Gróttu í heimsókn á Þorlákshafnarvöll á þriðjudag. Leikið var við fínar aðstæður á grasi sem þykir ansi gott í byrjun maí.
A liðið lék hörku leik og var heldur sterkari aðilinn en mátti þola 0:1 tap eftir að hafa fengið á sig mark undir lok leiks.
B liðið átti nokkuð auðveldan dag og vann 3:1 sigur. Strákarnir hefur átt að bæta við fleiri mörkum en sigurinn góður engu að síður.
3. flokkur leikur aftur í Þorlákshöfn á sunnudag þegar Breiðablik kemur í heimsókn.
