Selfoss hafði sigur á grasinu

25. apr 2014

| Garðar

Selfoss hafði sigur á grasinu

WP_20140425_004 WP_20140425_003Ægir og Selfoss mættust i kvöld á gamla grasinu.  Það var vorbragur á leik liðanna en grasið var merkilega gott miðað við að enn er apríl.

Það var jafnt, 0:0 eftir fyrri hálfleik en Selfoss var heldur sterkari aðilinn í honum.  Í síðari jöfnuðust leikar en það voru Selfoss sem skoruðu fyrsta markið úr aukaspyrnu.  Ægismenn áttu marga fína spretti en það var síðan Mateja sem skoraði glæsilegt mark um miðjann hálfleikinn.  Selfoss laumuðu síðan inn einu marki og sigruðu 1:2.  Ágætis leikur hjá okkar mönnum gegn liði úr 1. deild.