NÁMSKEIÐ OG SUMARDAGSKRÁ HJÁ KNATTSPYRNUFÉLAGINU ÆGIR 2019
Knattspyrnufélagið Ægir heldur úti fjölbreyttu og öflugu starfi í sumar og býður öllum áhugasömum krökkum að taka þátt.
KNATTSPYRNUSKÓLI ÆGIS
Námskeiðshaldari: Knattspyrnufélagið Ægir
Tímabil: 3. júní til 12. júlí. Eftir það er sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi.
Aldur: Allir krakkar í 6. og 7. flokki (2009-2012).
Æfingatími: Mánudaga til fimmtudaga kl. 11-12.
Æfingasvæði: Grasvellir við nýja hverfið.
Þjálfarar: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson, Torfi Hjörvar Björnsson og Lárus Arnar Guðmundsson. Þeim til aðstoðar verða eldri iðkendur.
Æfingar 6. og 7. flokks falla inn í fótboltaskólann.
Auk venjulegra fótboltaæfinga verður ýmislegt skemmtilegt brallað, t.d. önnur fótboltalið í nágrenninu heimsótt, sundlaugarpartý o.fl. Þá má gera ráð fyrir heimsóknum óvæntra gesta
KNATTPYRNA – SUMARTÍMAR HEFJAST 3.JÚNÍ
Námskeiðshaldari: Knattspyrnufélagið Ægir
Tímabil: Júní, júlí og ágúst.
8. fl. (2013 -2014). Miðvikudagar kl. 15:30-16:20.
Boðið er upp á að iðkendur séu sóttir í leikskólann og fylgt á æfingar.
Þjálfarar: Torfi Hjörvar Björnsson.
7. fl. (2011-1012). Mánudaga til fimmtudaga kl. 11-12 (knattspyrnuskólinn í júní og júlí).
Þjálfarar: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson og Torfi Hjörvar Björnsson.
6.fl. (2009-2010). Mánudaga til fimmtudaga kl. 11-12. (knattspyrnuskólinn í júní og júlí)
Þjálfarar: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson og Torfi Hjörvar Björnsson.
5. fl. (2007-2008). Mánudaga til fimmtudaga kl. 17-18.
Þjálfarar: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson og Lárus Arnar Guðmundsson.
4. fl. (2005-2006). Mánudaga til fimmtudaga kl. 17-18.
Þjálfarar: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson og Lárus Arnar Guðmundsson.
Aðstoðarmenn í 8., 7. og 6. fl. eru iðkendur úr 4. fl.
Sumarfrí er frá 12. júlí fram yfir verslunarmannahelgina hjá 8., 7., 6. og 5. fl.
LEIKJANÁMSKEIÐ ÆGIS
Námskeiðshaldari: Knattspyrnufélagið Ægir.
Tímabil: Námskeiðið hefst 11. Júní og er í 2-3 vikur.
Aldur: Allir krakkar fæddir 2007 – 2012.
Æfingatímar: Vika 1: Þriðjudagur 11.júní til föstudagur 14.júní. Vika 2: Þriðjudagur 18.júní til föstudagur 21.júní.
Vika 3 (valfrjáls): Mánudagur 24.júní til fimmtudagur 27.júní.
Tímar eru alla dagana frá kl. 13:00 – 15:00. Mæting er við Íþróttamiðstöðina.
Margt skemmtilegt verður brallað að venju s.s. fjöruferð, sundlaugarpartí, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Rennibrautarpartý og pulsur á lokadeginum (bara fyrir þá sem eru 3 vikur).
Námskeiðið er í tvær vikur (til 21. júní) en síðan verður hægt að bæta þriðju vikunni við (til 27. júní). Verð: 5.000 kr. fyrir tvær vikur, en 7.500 kr. fyrir þrjár.
Umsjónarmaður: Kristín Dís Guðlaugsdóttir og Elfar Bragason, auk aðstoðarmanna úr vinnuskólanum.
Skráning: Skráningarlisti í Íþróttamiðstöðinni (480 3890) eða á facebooksíðu knattspyrnufélagsins Ægis.
SMÍÐAVÖLLURINN
Tímabil: Hefst 1. júlí og er í tvær vikur.
Smíðað er frá 13:00 – 15:00 mánudaga til fimmtudaga. Mæting er við leiksvæði grunnskólans.
Að venju er ekkert gjald og allir velkomnir. Það þarf bara að mæta með hamar og góða skapið.
Umsjón: Kristín Dís Guðlaugsdóttir og Elfar Bragason, auk aðstoðarmanna úr vinnuskólanum.
YFIRLIT YFIR FÓTBOLTAMÓT SUMARSINS
4. fl. strákar og stelpur – REY CUP 24.-28. júlí
5. fl. strákar – N1 mótið á Akureyri 3. til 6. júlí.
5. fl. stelpur – Símamótið í Kópavogi 11. til 14. júlí.
6. fl. strákar(eldra ár) – Orkumótið í Vestmannaeyjum 26.-29. júní.
6 fl. stelpur – Lindexmótið á Selfossi 6. júní og Símamótið í Kópavogi 11.-14. júlí.
7. fl. strákar – Norðurálsmótið á Akranesi 21.-23. júní og Weetos mótið í Mosfellsbæ 31. ágúst.
Að öðru leyti taka krakkarnir þátt í Íslandsmóti KSÍ hjá 4. og 5. flokki og polla- og hnátumóti KSÍ í 6. fl.

ÞAÐ ER FJÖR Í FÓTBOLTA
