Milos Glogovac hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks fyrir þetta tímabil. Hann mun einnig leika með liðinu
Milos sem er gríðarlega reynslumikill verður 34 ára á árinu og kemur frá KF sem féll úr 1. deildinni í fyrra. Með KF lék hann frá 2011 og var valinn í lið ársins í 2. deild 2012.
Hann hefur leikið á Íslandi síðan 2005 þegar hann var með Víkingi Reykjavík en hann lék meðal annars með liðinu í efstu deild.
