Lýsismótið var haldið á laugardaginn á iðagrænum knattspyrnuvöllum Ægis. Um 200 keppendur frá 5 félögum tóku þátt í mótinu í 6. flokki karla og kvenna. Mörg glæsileg tilþrif sáust á völlunum en eftir leikina var grillað fyrir alla keppendur og veittar viðurkenningar. Mótið endaði svo með sunlaugarpartýi.
Mikið fjör á Lýsismóti – myndir
5. maí 2014
| Garðar
