Markús Máni Jónsson til liðs við Ægi

29. des 2025

| sös

Markús Máni Jónsson til liðs við Ægi

Knattspyrnufélagið Ægir hefur samið við Markús Mána Jónsson, sem kemur til félagsins frá Víði í Garði. Markús Máni er fæddur árið 2002 og er uppalinn í Fylki, þar sem hann fór í gegnum alla yngri flokka. Á ferlinum hefur hann einnig leikið með Elliða, Árbæ, Þrótti Vogum og Víði í Garði.

Markús Máni er sóknarmaður sem þekktur er fyrir hraða, áræðni og góða boltatækni. Hann hefur alls leikið 107 KSÍ-leiki og skorað í þeim 42 mörk. Undanfarin tvö ár hefur hann gert góða hluti með Víði, meðal annars með því að skora 22 mörk í öllum keppnum árið 2024 og og 10 mörk tímabilið 2025.

Markús Máni hefur æft með Ægi í haust og komið mjög vel inn í hópinn, bæði innan vallar sem utan. Félagið bindur miklar vonir við framlag hans og hlakkar til að sjá hann í gulu treyjunni næsta sumar.

Ægir býður Markús Mána hjartanlega velkominn og óskar honum velfarnaðar með liðinu.