Lýsismót Ægis verður haldið á morgun, laugardaginn 3. maí. Þá mæta til Þorlákshafnar rúmlega 200 strákar og stelpur í 6. flokki og keppa í fótbolta. Mótið hefst kl. 11:00 en leikið verður á gömlu grasvöllunum en það eru lið frá ÍBV, Selfossi, Grindavík og Hamar/Ægi sem taka þátt.
Eftir mótið er grill fyrir keppendur, allir fá viðurkenningar og ís en mótinu lýkur síðan með sundlaugarpartýi.
