Leikmannakynning – Tómas Aron Tómasson

9. maí 2014

| Garðar

Leikmannakynning – Tómas Aron Tómasson

Tómas AronNæstu í kynningu okkar er strákur úr Kópavogi.

Hvað heitir maðurinn?  Tómas Aron Tómasson.

Hvað ertu gamall?  Verð 20 31. maí.

Er strákurinn á lausu?  Nei er í sambúð.

Hvaðan ertu?  Hef búið í Kópavogi alla mína tíð.

Hvernig líst þér á hópinn og sumarið?  Mér finnst við fara vel á stað, erum búnir að vera æfa mikið og gera okkur til fyrir sumarið. Erum með góðan og stóran hóp og maður þarf virkilega að leggja sig allan fram til að berjast um sæti í byrjunarliði í sumar og held að við eigum eftir að standa okkur með prýði í sumar og ná markmiðum sem hópurinn hefur set sér.

Með hvaða liðum hefur þú spilað?  Ég er uppalinn hjá breiðablik og spilaði með þeim þangað til á öðru ári í öðrum flokki þá færi ég mig yfir í Val og spila með þeim upp annan flokkinn.

Með hvaða liði heldur þú í enska? Hef alltaf haldið með Arsenal í ensku þótt það gangi ekki sem best hjá okkur núna.

Hver eru áhugamálin?  Mín helstu áhugamál eru fótbolti , handbolti og snjóbretti.

Við þökkum Tómasi kærlega fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í sumar.