Kristinn Ásgeir Þorbergsson til liðs við Ægi

10. jan 2026

| sös

Kristinn Ásgeir Þorbergsson til liðs við Ægi

Ægir hefur tryggt sér kraftmikinn sóknarmann fyrir komandi tímabil en Kristinn Ásgeir Þorbergsson, jafnan kallaður Kiddi, er genginn til liðs við félagið frá Árborg.

Kristinn er 22 ára gamall og alinn upp í Rangárþingi ytra. Hann lék í yngri flokkum með KFR, ÍBV og Selfossi og hefur einnig spilað meistaraflokksleiki með KFR, Hamri, Selfossi og Árborg. Alls á hann að baki 142 leiki í mótum á vegum KSÍ þar sem hann hefur skorað 70 mörk.

Á síðasta tímabili var hann í miklum ham með Árborg í 4. deild þar sem hann skoraði 17 mörk í 18 leikjum. Kristinn er þekktur fyrir kraftmikinn leikstíl, góðan skotfót og sterkt markanef og kemur til Ægis með sóknarþunga.

Hann hefur æft með liðinu í haust og fallið vel inn í hópinn. Ægir bindur miklar vonir við framlag hans á komandi tímabili og býður Kristinn Ásgeir hjartanlega velkominn í gula og svarta búninginn.