Á síðustu æfingu 8. flokks fyrir jólafrí var heldur betur fjör. Krakkarnir voru að venju duglegir að æfa sig en voru nú hissa þegar óvæntir gestir komu í heimsókn. Það voru nokkrir hressir jólasveinar sem létu sjá sig og æfðu með krökkunum. Síðan kepptu þeir við krakkana og áttu ekki möguleika gegn sprækum Ægiskrökkum. Í lokin fengu síðan allir smá glaðning frá jólasveinunum.
Jólasveinar í heimsókn hjá 8. flokki
31. des 2013
| Garðar