Írena á landsliðsæfingum

7. des 2013

| Garðar

Írena á landsliðsæfingum

Nú um helgina eru WP_20130903_002 úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum kvenna.  Ólafur Þór Guðbjörnsson landsliðsþjálfari U19 kvenna og Úlfar Hinriksson landsliðsþjálfari U17 kvenna hafa valið leikmenn á þessar æfingar.

Ægisstúlkan Írena Björk Gestsdóttir hefur verið valin í þennan hóp.  Hún æfir og spilar með 3. flokki Selfoss/Ægis og verður gaman að sjá hvernig henni kemur til með að ganga á þessum æfingum.  Við óskum henni til hamingju og góðs gengis.