Hópur meistaraflokks stækkar

18. apr 2014

| Garðar

Hópur meistaraflokks stækkar

Haukur, Pálmi, Róbert, Aron, Sigurður, Ágúst og Andri

Haukur, Pálmi, Róbert, Aron, Sigurður, Ágúst og Andri

Hópur meistaraflokks hefur verið að styrkjast og stækka undanfarið enda styttist í keppnistímabilið.  Nokkrir leikmenn hafa skipt yfir eða komið á láni nú í apríl.

Þorlákshafnar piltarnir Haukur og Pálmi eru komnir aftur, Haukur frá Stokkseyri og Pálmi frá Selfossi.  Róbert Rúnar Jack kemur að láni frá Víking Rvík, Aron Ingi Davíðsson kemur frá Fjölni og Sigurður Eyberg Guðlaugsson kemur frá Selfossi.  Þá kemur Ágúst Freyr Hallsson að láni frá Víking Rvík, og Andri Þór Arnarson markmaður að láni frá Fjölni.

Við bjóðum þessa leikmenn velkomna til félagsins og eiga þeir án vafa eftir að styrkja liðið.