Meistaraflokkur karla leikur gegn Gróttu á Íslandsmótinu í kvöld. Leikurinn fer fram á Þorlákshafnarvelli og hefst hann kl. 20:00. Fyrir leikinn er Grótta í fyrsta sæti deildarinnar með 10 stig en okkar menn eru í því sjötta með 6 stig. Okkar menn eru á góðu skriði og ætla sér að sjálfsögðu að leggja toppliðið. Fjölmennum á völlinn í kvöld og hvetjum strákana til sigurs.
Grótta í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í kvöld
5. jún 2014
| Garðar
