Ægismenn unnu góðan 1-2 sigur gegn Völsungi á Húsavík í kvöld!
Ágúst Freyr kom okkar mönnum yfir í upphafi leiks og Aco tvöfaldaði forystuna á 75. mínútu. Húsvíkingar svöruðu með marki úr vítaspyrnu á 80. mínútu en nær komust þeir ekki og strákarnir okkar lönduðu þremur stigum heim í Þorlákshöfn.
Okkar menn voru sterkari aðilinn fyrstu 30. mínútur leiksins og yfirspiluðu heimamenn hvað eftir annað. Síðasta korter hálfleiksins lifnuðu Völsungar við og leikurinn jafnaðist. Eftir að Ægir urðu einum fleiri snemma í síðari hálfleik sóttu heimamenn í sig veðrið og tóku völdin á vellinum. Okkar menn héldu þó haus og niðurstaðan góður sigur.
Eftir fjórtán umferðir sitja Ægismenn því í 6. sæti deildarinnar með 19 stig og eru vonandi komnir á sigurbraut.
Næsti leikur er á heimavelli gegn botnliði Njarðvíkur, föstudaginn 8. ágúst.
Áfram Ægir!