Bæði lið 3. flokks karla fengu lið í heimsókn á mánudaginn. Óhætt er að segja að gestaliðin hafi ferðast um langan veg en A lék gegn Sindra og B gegn KF/Dalvík.
A vann auðveldan 5:1 sigur og hafði talsverða yfirburði. Leikur B var talsvert meira spennandi en honum lauk með 6:5 sigri okkar stráka.
