Lið 3. og 4. flokks karla léku bæði á Faxaflóamótinu nú um helgina.
B lið 4. flokks spilaði á laugardaginn gegn Skallagrím og vann nokkuð auðveldan sigur 8:1.
Bæði lið 3. flokks léku á sunnudag. A vann mjög sannfærandi sigur á liði Grindavíkur 7:0 þar sem gestirnir áttu fá færi. B fékk Víði/Reyni í heimsókn og töpuðu 0:3 í baráttuleik þar sem gestirnir nýttu sín færi en ekki okkar menn.
Í öllum liðum voru strákarnir að leggja sig fram og helgin því góð á knattspyrnuvellinum.
