Alfreð áfram með meistaraflokk og ungir leikmenn skrifa undir samning

22. nóv 2013

| Garðar

Alfreð áfram með meistaraflokk og ungir leikmenn skrifa undir samning

Í gær skrifaði Alfreð Elías Jóhannsson undir nýjan tveggja ára samning sem þjálfari meistaraflokks.  Alli hefur þjálfað liðið síðustu 3 tímabil og náð góðum árangri með það.  Síðasta sumar lék liðið í 2. deild eftir langa fjarveru og náði að tryggja sæti sitt í deildinni.  Næsta sumar verður stefnan að sjálfsögð sett á að fikra sig upp töfluna.

20131121_181340

Össi og Alfreð

20131121_181517

Össi og Fannar

20131121_181939

Össi og Þorkell

20131121_182352

Össi og Gerard Athan

20131121_182604

Össi og Arnar

20131121_182858

Össi og Sindri

20131121_183145

Össi og Axel

20131121_183452

Össi og Liam

Samhliða undirskrift Alfreðs skrifuðu 6 ungir, uppaldir Ægismenn undir tveggja ára samning við félagið.  Þetta er stórt skref fyrir Ægi í að byggja upp öflugan meistaraflokk sem byggir á kjarna af heimamönnum.  20131121_183856Þessir leikmenn eru Þorkell Þráinsson ´94, Fannar Haraldur Davíðsson ´94, Arnar Logi Sveinsson ´97, Axel Örn Sæmundsson ´97, Sindri Freyr Ágústsson ´97 og Gerard Athan Madrazo ´97.

Einnig skrifaði Liam Killa undir samning til eins árs.  Liam sem er frá Wales lék með meistaraflokk síðasta sumar og var án vafa einn af mikilvægustu mönnum liðsins.  Það er því góðar fréttir að félagið njóti krafta hans næsta tímabil.