A landslið karla æfir á Þorlákshafnarvelli mánudag og þriðjudag

1. jún 2014

| Garðar

A landslið karla æfir á Þorlákshafnarvelli mánudag og þriðjudag

A landslið karla mun æfa mánudag og þriðjudag á Þorlákshafnarvelli en æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir æfingaleik gegn Eistlandi á miðvikudag.

Æfingarnar hefjast báðar kl. 11:30 og er öllum velkomið að setjast í stúkuna og fylgjast með æfingunni.  Við hvetjum alla áhugamenn um knattspyrnu til að kíkja á völlinn og taka út hvernig þeir bestu æfa.

HM-hopur-2013--PRESS