Eins og flestum ætti að vera kunnugt sem fylgjast með Ægisliðinu þá lauk keppni liðsins í 2.deild þetta tímabilið síðasta laugardag. Niðurstaðan var 3ja sæti sem er besti árangur liðsins frá upphafi og við sem félag getum verið stolt af þeim góða árangri. Við hefðum auðvitað viljað ná upp í Lengjudeild í sumar, sérlega þar sem við vorum svo nálægt því. En við munum reyna aftur við það markmið næsta sumar og vonandi gengur okkur betur árið 2023.
Lokahóf meistaraflokks fór einnig fram síðasta laugardagskvöld og voru veitt hefðbundin verðlaun fyrir sumarið. Efnilegastur var valin Ágúst Karel Magnússon, Markahæstur var Dimitrije Cokic með 10 mörk og hann var einnig valinn bestur enda átti hann frábært tímabil. Einnig hlutu þeir Stefán Blær Jóhannsson og Ragnar Páll Sigurðsson verðlaun fyrir góðan árangur í sumar.
Ég vil nota tækifærið hér að þakka leikmönnum, þjálfururum, stjórn og meistaraflokksráði fyrir tímabilið og allt það góða starf sem var unnið. Hlakka til næsta tímabils og áfram Ægir
Bestu kveðjur, Össi
Formaður
Lok tímabilsins
19. sep 2022
| sveinbjorn
