Við hjá Knattspyrnufélaginu Ægi viljum þakka innilega öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í að gera Unglingalandsmót UMFÍ 2018 svona flott mót sem raun bar vitni og við getum öll verið mjög stolt af því ![]()
Okkar fólk í Ægi, hvort sem voru foreldrar, stjórn og starfsfólk eða velunnarar félagsins stóðu sig einstaklega vel að manna bæði vaktir í matartjöldunum eða sinna dómgæslu í fótboltamótinu alla mótsdagana. Að því er við vitum best var þetta eitt af stærri fótboltamótum sem haldin hafa verið á Unglingalandsmóti, en keppendur í fótboltanum núna voru um 600-700 talsins. Talið var að hér hafi verið á bilinu 5-8 þús gestir í heildina yfir helgina,, sem er ekki lítið. En enn og aftur, Takk fyrir helgina allir ![]()
Að loknu Unglingalandsmóti í Þorlákshöfn 2018
7. ágú 2018
| Garðar



