Tap gegn toppliðinu í einum af betri leikjum sumarsins

13. ágú 2014

| Garðar

Tap gegn toppliðinu í einum af betri leikjum sumarsins

Meistaraflokkur heimsótti Gróttu í gærkvöldi.  Grótta sat á toppi deildarinnar fyrir leikinn en okkar menn í 7. sæti. Það var ekki að sjá í leiknum hvort liðið væri í fyrsta sæti.  Ægismenn áttu afbragðs leik og sköpuðu sér talsvert af fínum færum.  Það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu eina mark leiksins á 64. mínútu.  Eftir það sótti Ægir af krafti og uppskáru færi sem hæglega hefðu getað skapað mark eða mörk, en inn vildi boltinn ekki.  Svekkjandi niðurstaða en eins og Alli þjálfari komst að orði  „ef menn nýta ekki færin sem menn skapa þá er erfitt að vinna leikina“.

Næsti leikur meistaraflokks fer fram á sunnudag en það er heimaleikur gegn  KF.  Hann hefst kl. 16:00.20140516_173859