Tap í bragðdaufum leik

8. ágú 2014

| Garðar

Tap í bragðdaufum leik

Meistaraflokkur tók á móti Njarðvík á Þorlákshafnarvelli í kvöld.  Leikið var við flottar aðstæður í fínu veðri.

Fyrri hálfleikur einkenndist af talsverðu miðjuhnoði og fá færi litu dagsins.  Ægismenn hefðu þó tvisvar getað komist yfir þegar boltinn datt fyrir fætur sóknarmanna okkar í teygnum en inn vildi boltinn ekki.

Síðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, lítið um færi og liðunum gekk illa að halda boltanum.  Um miðjan hálfleikinn náðu gestirnir að komast yfir með laglegri afgreiðslu rétt fyrir utan teyg.  Eftir það sótti Ægir heldur í sig veðrið en það vantaði örlítið meiri gæði á síðasta fjórðung vallarins og liðið náði aðeins að skapa sér hálffæri.  Niðurstaðan því svekkjandi 0:1 tap.

Næsti leikur Ægis er útileikur gegn Gróttu sem fer fram næstkomandi þriðjudag.

Byrjunarlið Ægis í kvöld.

Byrjunarlið Ægis í kvöld.