Meistaraflokkur hefur styrkt sig fyrir síðari hluta Íslandsmótsins en fimm nýjir leikmenn gegnu til liðs við félagið fyrir lok félagaskiptagluggans.
Marteinn Andrason kom frá Haukum en hann spilaði með Ægi á síðasta tímabili. Ingi Rafn Óskarsson kemur á láni frá Selfossi. Birgir Magnússon kemur á láni frá HK. Hermann Ármannsson kemur á láni frá Breiðablik og Michael J. Jónsson kemur frá Grindavík.
Við bjóðum alla þessa leikmenn velkomna til félagsins og óskum þeim góðs gengis.
