Meistaraflokkur mætti ÍR á Hertz vellinum í kvöld. Aðeins eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn og því sigur mjög mikilvægur fyrir bæði lið.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en fá færi litu dagsins ljós. Heimamenn komust þó yfir snemma leiks þegar Jón Gísli Ström skoraði laglegt mark.
Í síðari hálfleik voru okkar menn sterkari. Eftir laglega sókn jafnaði Matejic leikinn og aðeins 14 mínútur eftir. Lítið var í gangi hjá heimamönnum en þá kom aftur til skjalann Jón Gísli Ström sem skoraði annað laglegt mark á 88. mínútu en það reyndist sigurmark leiksins. Svekkjandi tap og í raun aðeins laglegar afgreiðslur Jóns Gísla sem skildi liðin að.
Næsti leikur Ægis er heimaleikur á föstudaginn gegn Aftureldingu og nú er um að gera að fjölmenna í stúkuna og styðja strákanan til sigurs.