Frábær sigur meistaraflokks gegn Reyni

3. júl 2014

| Garðar

Frábær sigur meistaraflokks gegn Reyni

Ægismenn voru kátir eftir leikinn.

Ægismenn voru kátir eftir leikinn.

Meistaraflokkur tók á móti Reyni Sandgerði í kvöld.  Fyrir leikinn höfðu okkar menn unnið tvo leiki í röð og því á góðri siglingu.

Ægir lék undan sterkum norðanvind í fyrri hálfleik.  Jafnræði var með liðunum en hvorugt náði þeirra náði að skapa sér mikið af færum.

Í síðari hálfleik byrjaði Ægir af krafti og náði nokkrum góðum sóknum.  Í einni slíkri kom Ágúst Freyr okkar mönnum yfir.  Eftir það voru gestirnir meira með boltann en okkar strákar voru þéttir til baka.  Eftir því sem leið á leiknn þyngdust sóknir Reynismanna en vörn Ægis og Matthew í markinu stóðu vaktina.  Niðurstaðan góður 1:0 sigur.

Með sigrinum stökk Ægir upp í fjórða sæti með 16 stig, aðeins 1 stigi frá öðru sæti.  Næsti leikur liðsins er útileikur gegn ÍR sem fer fram næstkomandi þriðjudag kl. 20:00.