Meistaraflokkur karla tekur á móti Reyni Sandgerði í 2. deild Íslandsmótsins í kvöld. Fyrir leikinn eru okkar menn í sjöunda sæti með 13 stig en Reynir er í því tíunda með 5 stig. Ægismenn hafa nú unnið tvo leiki í röð og verður gaman að sjá hvort áframhald verði á góðum leik liðsins. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Allir á völlinn – Áfram Ægir