Meistaraflokkur er í langferð en stefnan er sett á Hornafjörð. Liðið á leik gegn Sindra á morgun laugardag en hann hefst kl. 14:00. Sindri er í þriðja sæti með 13 stig en okkar menn í því áttunda með 10 stig. Það er því ekki langt á milli og sigur færir okkur vel upp töfluna. Fjallað verður um leikinn hér á síðunni að honum loknum.
Meistaraflokkur á leið á Hornafjörð
27. jún 2014
| Garðar
