Grátlegt jafntefli fyrir norðan – myndir

13. jún 2014

| Garðar

Grátlegt jafntefli fyrir norðan – myndir

20140613_184057 20140613_184029 20140613_151140 20140613_150245 20140613_145932 20140613_185801Ægir mætti KF á Ólafsfjarðarvelli í kvöld.  Strákarnir okkar hafa verið vaxandi í leik sínum síðustu umferðir og sýndu mikil gæði í fyrri hálfleik.  Ágúst Freyr skoraði úr víti á 20. mínútu en Þorkell fiskaði vítið.  Þorkell kom síðan með gott skallamark á 37. mínútu og útlitið gott hjá Ægi.

Okkar menn urðu fyrir áfalli á 63. mínútu þegar Jóhann Óli fékk sitt annað gula spjald og þurftu því að spila einum færri það sem eftir lifði leiks.  Liðið varðist vel en á 84. mínútu náðu heimamenn að minnka muninn eftir mikla pressu.  Allt leit út fyrir sigur Ægis en þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma fengur KF mjög ódýra vítaspyrnu sem þeir nýttu og niðurstaðan því 2:2 jafntefli.  Svekkjandi úrslit eftir góðan leik okkar manna.