Meistaraflokkur karla sótti Njarðvík heim í dag. Strákarnir unnu góðan 2:3 sigur í spennandi leik þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 87. mínútu.
Ægismenn komust tvisvar yfir í leiknum með mörkum frá Matta og Aroni Inga en Njarðvíkingar náðu að jafna í tvígang. Í raun var leikirinn svipaður og sá síðasti gegn Völsung þar sem Ægir var betri aðilinn en hleyptu andstæðingnum óþarflega mikið inn í leikinn. Sigurmarkið kom síðan eins og áður sagði úr vítaspyrnu á síðustu mínútum leiksins en að var Matti sem tók vítið og tryggði okkur þrjú góð stig.
Næsti leikur Ægis fer fram næstkomandi fimmtudag og er það heimaleikur gegn Gróttu.
