6. og 7. flokkar Ægis og Hamars fóru í skemmtiferð á föstudaginn. Rúmlega 70 krakkar skelltu sér í Sandgerði og spiluðu við krakkana þar.
Eftir leikina var haldið til Grindavíkur þar sem Papas pizza tók á móti krökkunum með pizzahlaðborði. Það er svo sannarlega mikið verk að gefa 70 svöngum fótboltakrökkum að borða á stað sem tekur 50 en starfsmenn og foreldrar leystu verkið farsællega. Allir fóru sáttir og sælir heim.
