Meistaraflokkur tók á móti Völsungi á Þorlákshafnarvelli í dag. Leikurinn átti að hefjast kl. 14:00 en dómararnir mættu eins og upphaflegan leiktíma væri að ræða (16) og því hófst leikurinn ekki fyrr en 15:00.
Ægismenn hófu leikinn vel og réðu gangi hans fyrstu 25. mínúturnar og Matejic kom okkur yfir á 9. mínútu. Gestirnir frá Húsavík skoruðu síðan ódýrt mark úr föstu leikatriði og staðan 1:1 í hálfleik.
Matejic átti góðan dag og kom okkar mönnum yfir á 50. mín. Eins og í fyrri hálfleik voru Ægismenn heldur sterkari aðilinn í þeim siðari en þegar leið á hálfleikinn komust gestirnir óþarflega mikið inn í leikinn og fengu nokkur góð færi til að jafn leikinn en heppninn var með okkar mönnum að þessu sinni.
Fyrstu stig Ægis staðreynd þetta tímabilið og virkilega góð þar sem liðið hefur oft spilað betur. Næsti leikur er gegn Njarðvík en hann fer fram næstkomandi laugardag á útivelli.
