Þá kynnum við næsta leikmann til leiks sem er ungur Árbæingur.
Hvað heitir maðurinn? Ágúst Freyr Hallsson.
Hvað ertu gamall? 19 ára.
Er strákurinn á laust? Nei í sambandi.
Hvaðan kemur þú? Kem úr Árbænum.
Hvernig líst þér á hópinn og sumarið? Líst helvíti vel á hópinn, erum vel spilandi lið og ættum að ná langt í deild ef að allir eru heilir líkamlega og andlega. Mjög bjartsýnn fyrir sumarið.
Hvaða stöðu spilar þú? Sóknarmaður.
Með hvaða liðum hefur þú spilað? Ólst upp í Fylki en fór síðan í Víking Reykjavík fyrir 2 árum.
Með hvaða liði heldur þú í enska? Er grjótharður United maður.
Áttu önnur áhugamál? Fylgist aðeins með NBA en svo eru ég og mamma dugleg að búa til kerti um helgar ef að tími gefst.
Við þökkum Ágústi kærlega fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í sumar.