Leikmannakynning – Fannar Haraldur

9. maí 2014

| Garðar

Leikmannakynning – Fannar Haraldur

fannsiVið höldum áfram að kynna leikmenn meistaraflokks til leiks og næstur er Þorlákshafnarpilturinn Fannar.

Hvað heitir maðurinn?  Fannar Haraldur Davíðsson

Hvað ertu gamall?  Tvítugur.

Er strákurinn á lausu?  Nei í sambandi.

Hvaðan ertu?  Þorlákshöfn.

Hvernig líst þér á hópinn og sumarið?  Mér líst mjög vel á hópinn, það er mikil breidd í honum og margir ungir leikmenn sem vilja sanna sig.  Sumarið leggst vel í mig og verður gaman að vera partur af þessari liðsheild.

Hvaða stöðu spilar þú?  Varnarmaður.

Með hvaða liðum hefur þú spilað?  Ægi og svo með Selfossi og Hamri í 2. flokki.

Uppáhaldslið í ensku og önnur áhugamálLiverpool er mitt lið, svo hef ég líka fylgst með NBA-deildinni og þar held ég með L.A. Lakers.

Við þökkum Fannari kærlega fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis.