Leikmannakynning – Róbert Jack

8. maí 2014

| Garðar

Leikmannakynning – Róbert Jack

Róbert í leik með Víkingi gegn FH í fyrra.

Róbert í leik með Víkingi gegn FH í fyrra.

Nú styttist í að tímabilið hjá meistaraflokki hefjist og því tilvalið að kynna til leiks þá leikmenn sem munu skipa hóp Ægis í sumar.  Við byrjum á ungum strák sem kemur frá Víkingi.

Hvað heitir maðurinn?  Róbert Jack.

Hvað ertu gamall?  20 ára, fæddur 1994.

Hvaðan kemur þú?  Frá Reykjavík.

Með hvaða liðum hefur þú spilað?  Ég hef alla mína tíð spilað fyrir Víking Reykjavík, þannig að það er fínt að fá að breyta aðeins um umhverfi.

Hvaða stöðu leikur þú í?  Ég er varnarmaður.

Hvernig líst þér á hópinn og sumarið?   Mér lýst bara vel á hópinn og tel að við getum barist um þessi top 4 sæti í sumar.

Með hvaða liði heldur þú í enska?  Ég er Liverpoolmaður.

Hvaða önnur áhugamál hefur þú fyrir utan fótboltann?  Fótboltinn hefur alltaf verið mitt helsta áhugamál, svo myndi maður halda að ég væri góður í körfubolta enda með hæðina í það en ég verð nú bara að viðurkenna það að ég get ekki neitt í körfu.

Við þökkum Róberti kærlega fyrir samtalið og óskum honum góðs gengis í sumar.