Meistaraflokkur lagði Reyni í Borgunarbikarnum

4. maí 2014

| Garðar

Meistaraflokkur lagði Reyni í Borgunarbikarnum

Ægir TindastóllMeistaraflokkur sótti Reyni heim í Sandgerði í dag en leikurinn var liður í fyrstu umferð Borgunarbikarsins.

Heilt yfir voru okkar menn sterkari í leiknum og hefðu í raun átt að vinna nokkuð öruggan sigur.  Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Ægir tók forustuna á 59. mín þegar Ágúst Freyr skoraði laglegt mark.  Eins og áður sagði hefðu Ægismenn getað bætti við fleiri mörkum en í stað þess nýttu heimamenn sér mistök okkar og komust yfir með mörkum á 66. og 72. mín.  En Ægispiltar bættu í undir lok leiks og Matejic jafnaði á 77. mín og skoraði sigurmarkið á 83. mín.

Ægir er því komið í aðra umferð bikarsins og þar mæta þeir Aftureldingu og fer sá leikur fram 13. maí á Þorlákshafnarvelli.