Lýsismót Ægis á morgun laugardag

2. maí 2014

| Garðar

Lýsismót Ægis á morgun laugardag

Lýsismót Ægis verður haldið á morgun, laugardaginn 3. maí.  Þá mæta til Þorlákshafnar rúmlega 200 strákar og stelpur í 6. flokki og keppa í fótbolta.  Mótið hefst kl. 11:00 en leikið verður á gömlu grasvöllunum en það eru lið frá ÍBV, Selfossi, Grindavík og Hamar/Ægi sem taka þátt.

Eftir mótið er grill fyrir keppendur, allir fá viðurkenningar og ís en mótinu lýkur síðan með sundlaugarpartýi.

6. flokkur kvenna mætir til leiks

6. flokkur kvenna mætir til leiks