Það er okkur mikil ánægja að staðfesta að Stefan Dabetic hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2026. Stefan hefur verið algjör lykilmaður í liði okkar frá því hann gekk til liðs við félagið sumarið 2019. Hann hefur því verið hjá okkur í sjö ár og bætir áttunda tímabilinu við á næsta ári.
Stefan er örvfættur hafsent sem hefur borið fyrirliðabandið undanfarin tímabil og leiddi liðið til sigurs í 2. deild karla árið 2025. Hann er ættaður frá Serbíu en hefur búið á Íslandi um árabil og er nú giftur og búsettur hér.
Það eru afar gleðileg tíðindi að einn besti leikmaður liðsins síðustu ár taki slaginn áfram með félaginu. Framlenging Stefans styrkir verkefni okkar verulega og er mikilvægur liður í undirbúningi liðsins fyrir keppni í Lengjudeild karla næsta sumar.
