Hið árlega sumarkaffi Ægis á sumardaginn fyrsta

22. apr 2014

| Garðar

Hið árlega sumarkaffi Ægis á sumardaginn fyrsta

kakaÁ fimmtudaginn heldur unglingaráð Ægis sitt árlega sumarkaffi.  Þar munu borðin svigna undan kökum og brauðréttum sem Ægisforeldrar hafa galdrað fram.  Að venju verður kaffið haldið í Versölum og er frá 14:00 – 17:00.  Ágóðinn af kaffinu rennur til iðkenda vegna kostnaðar við sumarmótin.

Það er tilvalið að fagna sumri með glæsilegu kaffihlaðborði og styrkja um leið gott málefni.

Fullorðnir:  1.500 kr.

14 – 17 ára:  1.000 kr.

7 – 13 ára:  500 kr.

6 ára og yngri:  Frítt