Ekkert páskafrí hjá meistaraflokki

17. apr 2014

| Garðar

Ekkert páskafrí hjá meistaraflokki

WP_20140417_003Nú styttist í keppnistímabilið hjá meistaraflokki og því engin grið gefin hjá Alla þjálfara þó páskahelgin sé hafin.  Liðið tók æfingu í dag þar meðal annars var farið í skallatennis eins og meðfylgjandi mynd sínir.  Á laugardaginn verður spilaður æfingaleikur hér í Þorlákshöfn (á gamla grasinu) gegn KFR.  Leikurinn hefst kl. 12:00 og er tilvalið að skella sér á völlinn og sjá hvernig liðið stendur.