Góður sigur meistaraflokks gegn Dalvík/Reyni

12. apr 2014

| Garðar

Góður sigur meistaraflokks gegn Dalvík/Reyni

20140404_205811 (1)Meistaraflokkur vann í dag góðan sigur gegn Dalvík/Reyni í Lengjubikarnum.  Ægir var betri aðilinn fyrstu 15. mínúturnar en gáfu aðeins eftir fram að hálfleik.  Mateja kom liðinu yfir en Áki skoraði sjálfsmark og staðan því jöfn í hálfleik.

Í síðari hálfleik voru Ægismenn sterkari og uppskáru þrjú góð mörk, tvö frá Áka og eitt frá Aroni eftir góða stoðsendinu frá Jóni Reyni.  Liðið endaði því með 9 stig og verður í öðru eða fyrsta sæti riðilsins en það kemur í ljós eftir leik Völsungs og Magna.