Sigur og tap hjá 4. flokki um helgina

9. apr 2014

| Garðar

Sigur og tap hjá 4. flokki um helgina

4. flokkur karla lék gegn Haukum í Hafnarfirði á sunnudaginn.  Haukar eru með öflug lið en okkar strákar spiluðu fínan fótbolta og fengu jafna og spennandi leiki.

A-liðið tapaði 3:5 í miklum markaleik þar sem vantaði örlítið meiri skynsemi til að ná betri úrslitum.  B-liðið vann góðan 4:3 sigur þar sem liðið skoraði sigurmarkið á síðustu mínútum leiksins.