Í dag voru þeir íþróttamenn sem skarað hafa framúr á árinu heiðraðir í ráðhúsi Ölfus. Útnefndir voru íþróttamenn í hverri íþróttagrein auk þess sem Íþróttamaður ársins var krýndur. Að þessu sinni hlaut Styrmir Dan Steinunnarson þann heiður fyrir góðan árangur á árinu.
Arnar Logi Sveinsson var valinn knattspyrnumaður ársins. Arnar lék með 3. flokki Ægis/Selfoss auk þess að koma við sögu í leikjum meistaraflokks aðeins 16 ára. Einnig var Arnar í æfingahópi fyrir U17 KSÍ. Til hamingju Arnar og aðrir verðlaunahafar.