Innskráning í Abler
Hér skráir þú þig inn í Abler til að halda utan um skráningar, greiðslur og upplýsingar tengdar Ægi.
Hæ hæ, hvernig getum við hjálpað þér?
Í þekkingargrunni Abler finnur þú leiðbeiningar og svör við algengum spurningum um skráningar, greiðslur, aðgang, æfingar og notkun kerfisins. Hér er allt á einum stað – skýrt, einfalt og aðgengilegt.
Stofna aðgang í Abler
Þú getur stofnað aðgang á mismunandi vegu, en það eru ákveðnar reglur sem gilda um nýskráningu.
Hér eru fjórar leiðir til að skrá sig í Abler:
- Nýskráning með rafrænum skilríkjum
- Sæktu Abler appið eða farðu í gegnum vafra á markaðstorgið, veldu nýskrá og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum.
- Í skráningarferlinu tengist þú sjálfkrafa börnum sem deila með þér lögheimili eða sem þú ert skráður í forsjá fyrir samkvæmt þjóðskrá.
- Ég er ekki lögheimilisforeldri eða með forsjá
- Ef þú ert búinn að stofna aðgang en ert ekki skráður sem lögheimilisforeldri né í forsjárskrá, getur forráðamaður boðið þér að tengjast barninu í Abler appinu og þú þarft að samþykkja það í tölvupósti.
- Börn án rafrænna skilríkja
- Ef barn er ekki með rafræn skilríki getur forráðamaður sent boð í gegnum síma eða tölvupóst á barnið.
- Barnið getur þá skráð sig inn og notað sinn eigin aðgang í Abler.
- Ef ég er ekki með kennitölu og rafræn skilríki
- Veldu Nýskráning í Abler appinu.
- Veldu landið þitt í skráningarferlinu.
- Þú þarft hvorki kennitölu né rafræn skilríki til að ljúka skráningu.