hjá Knattspyrnufélaginu Ægi
Knattspyrnufélagið Ægir stendur vörð um mannréttindi og jafnan aðgang allra að starfi félagsins. Í starfsemi Ægis er ekki liðin mismunun á grundvelli kyns, kynhneigðar, uppruna, trúar, fötlunar, þjóðernis eða annarra persónulegra þátta.
Ægir leggur áherslu á:
-
- jafnan aðgang að íþróttastarfi fyrir öll börn og ungmenni
- virðingu og sanngirni í samskiptum
- jákvætt og uppbyggilegt umhverfi fyrir iðkendur, foreldra og starfsfólk
Félagið hefur núllþol gagnvart:
-
- kynþáttafordómum
- hatursorðræðu
- einelti eða annarri óæskilegri hegðun
Allar kvartanir eða ábendingar sem varða jafnrétti og mannréttindi eru teknar alvarlega og unnið er með slík mál í samræmi við reglur KSÍ og ÍSÍ.
Nánari umfjöllun um samskipti, hegðun og viðmið má finna í Foreldrahandbók Ægis og á síðunni Fræðsla og forvarnir.