Sagan

Um mitt ár 1987 hittust nokkrir aðilar frá strandbæjunum Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn. Tilefni fundarins var hugsanleg stofnun knattspyrnufélags en knattspyrna á þessum stöðum hafði legið niðri um tíma.

Ákveðið var á þessum fundi að halda málinu áfram og stefna á stofnfund þá um haustið það gekk eftir og Knattsyrnufélagið Ægir varð til þann 6. desember 1987.

Árið 1988 vorum við í fyrsta skipti með meistaraflokk í 4.deild og enduðum við í 7. sæti að móti loknu.

Þeir sem komu að stofnun félagsins voru þeir Magnús Skúlason og Jón Eiríksson frá Eyrarbakka, Jóhann Þórðarson, Marteinn Arilíusson og Óskar Arilíusson frá Stokkseyri, Ellert Hreinsson, Jóhannes Guðmundsson og Ármann Sigurðsson frá Þorlákshöfn. Stokkseyringar ákváðu síðan ári seinna að hætta samstarfinu.

Samstarfið á milli bæjanna hefur gengið vel en síðan Eyrarbakki varð hluti af Árborg hefur smá saman dregið úr starfseminni á Eyrarbakka og er félagið nú alfarið undir stjórn Þorlákshafnarbúa.

Til að byrja með voru menn fyrst og fremst að hugsa um að reka meistaraflokk karla en það breyttist fljótlega því árið 1991 og 1992 spilaði meistaraflokkur kvenna undir merkjum Knattspyrnufélagsins Ægis í annari deild íslandsmóts og starfssemi yngri flokka hófst 1992 og hefur verið mikill myndarbragur á því starfi alla tíð síðan, lengst af undir öruggri stjórn þeirra Hólmars Sigþórssonar og Garðars Geirfinnssonar.

Kvennaboltinn fór svo aftur af stað árið 1999 og nú eru lið í nánast öllum flokkum í íslandsmóti, þar hafa þau verið við stjórn Ásdís Viðarsdóttir og Garðar Geirfinnsson.

Helsti árangur Ægis í gegnum tíðina fyrir utan að vera með lið nánast í öllum flokkum í öllum keppnum á vegum KSÍ og héraðsmótum er að 1991 lenti meistaraflokkur karla í öðru sæti í 4. deild og spilaði í 3.deild 1992.

Árið 1994 unnum við 4. deildina eftir mjög mikinn dramaleik gegn Hetti á Egilstöðum.

Árið 2000 gengum við til samstarfs við Hamar og spiluðum það ár undir nafni Hamar/Ægir í meistaraflokki og 2.flokki karla, eftir tímabilið mátu aðilar beggja félaga það svo að ekki myndi verða áframhald á samstarfinu.

Nú á árinu 2007 erum við í samstarfi við Hamar og Selfoss um 2.flokk karla og keppa þeir undir nafninu Hamar/Ægir/Selfoss. Ekki varð úr að meistaraflokkur kvenna hefði leik þar sem nægur fjöldi var ekki til staðar, en 2. flokkur kvenna tekur þátt í íslandsmótinu í 7 manna bolta sumarið 2007. Ásdís Viðarsdóttir hefur stjórnað kvennaboltanum hjá eldri stelpum undnafarin ár. Eins er starfræktur meistaraflokkur karla og er þjálfari Sveinbjörn Ásgrímsson. Að öðru leyti eru send lið til leiks í nánast öllum flokkum allt niður í 7.flokk á árinu 2007.

Formenn félagsins hafa verið eftirtaldir:

 • 1987-1989 Magnús Skúlason
 • 990-1991 Grétar Pétur Geirsson
 • 1992 Þórður Eiríksson
 • 1993-1994 Jón Bjarni Stefánsson
 • 1995 Helgi Ingvarsson
 • 1996 Guðmundur Magnússon
 • 1997-2000 Þórður Eiríksson
 • 2001-2002 Þorvaldur Garðarsson
 • 2003-2006 Sveinn Jónsson
 • Núverandi formaður, 2012, er Guðbjartur Örn Einarsson.

 Þjálfarar meistaraflokks karla frá byrjun hafa verið eftirtaldir:

 • 1988 André Raes sem hætti um mitt tímabil og við tók Gylfi Þ. Gíslason
 • 1989-1991 Daníel Gunnarsson
 • 1992 Magni Blöndal Pétursson
 • 1993-1994 Magnús Pálsson
 • 1995 Guðmundur Valur Sigurðsson
 • 1996 Þorlákur Árnason
 • 1997-1999 Ólafur Geir Magnússon
 • 2000-2002 Einar Jónsson
 • 2003-2004 Garðar Geirfinnsson
 • 2005 Sigurður B Jónsson
 • 2006 Páll Guðmundsson
 • Núverandi þjálfari, 2007, er Sveinbjörn Ásgrímsson.

 Framkvæmdastjóri frá árinu 2006

Garðar Geirfinnson

Styrktaraðilar