Íþróttastarf og viðbrögð við samkomubanni vegna Covid 19

16. mars 2020

Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst er gengið í gildi samkomubann frá og með 16.mars 2020 út af Covid 19 faraldrinum og hefur það mikil áhrif á allt íþróttastarf í landinu. Knattspyrnufélagið Ægir þarf því eins og öll önnur íþróttafélög að endurskoða framkvæmd á æfingum og keppnum félagsins. Það komu fram tilmæli í gærkvöldi frá ÍSÍ að allt íþróttastarf fyrir leik- og grunnskólabörn falli niður á meðan undurbúningur á þessum breytingum á sér stað, allavega til 23.mars. Við munum fara eftir þeim tilmælum og halda ekki út æfingum eða keppnum á meðan þetta starf fer fram og er því hér með komið á framfæri. Við upplýsum um allar breytingar þegar þær berast, en þær geta komið fram með stuttum fyrirvara.

Sjá link á tilmælin hér: http://isi.is/um-isi/covid-19-og-ithrottahreyfingin/

Bestu kveðjur,

Stjórn Knattspyrnufélagsins Ægis og þjálfarar

Styrktaraðilar